Ávarpaði þjóðina og hvatti menn til að „kæla“ orðræðuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 06:49 Biden ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær. AP/New York Times/Erin Schaff Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og hvatti til samstöðu gagnvart sundrung og reiði. Hann sagði of mikinn hita og reiði einkenna pólitíska orðræðu í landinu og hvatti menn til að „kæla hana niður“. Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira