Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 22:57 Vance er öldungardeildarþingmaður Ohio-ríkis og 39 ára gamall. AP James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira