Segja Musk hyggjast styrkja Trump um 45 milljónir dala á mánuði Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2024 06:32 Trump mætti vígreifur á landsþing Repúblikana sem hófst í gær. Auður Musk er metinn á 252 milljarða dala. AP/epa Auðjöfurinn Elon Musk hyggst leggja kosningabaráttu Donald Trump til 45 milljónir dala á mánuði en hann hefur þegar gefið umtalsverðar upphæðir til framboðsins. Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira