„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 19:18 Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Vísir Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira