„Getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2024 07:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Shamrock Rovers í gær sem þýðir að Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann sagði að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefa eftir leik. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira