Talið er að United muni greiða rúmlega fimmtíu milljónir punda fyrir hinn átján ára Yoro. Real Madrid hafði einnig áhuga á stráknum en svo virðist sem United hafi haft betur í þeirri baráttu.
Yoro er nú á leið til Manchester þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá United.
Auk Yoros hefur United verið sterklega orðað við varnarmennina Jarrad Branthwaite hjá Everton og Matthijs de Ligt hjá Bayern München.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yoro leikið sextíu leiki fyrir aðallið Lille. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.