Tilgangur atvinnurekstrarbanns Lárus Sigurður Lárusson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun