Sport

Dag­skráin í dag: Ör­lög Vals og Breiða­bliks ráðast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn eru staddir í Albaníu.
Valsmenn eru staddir í Albaníu. Vísir/Anton Brink

Í kvöld kemur í ljós hvort Valur og Breiðablik komast áfram í Sambandsdeild Evrópu eður ei. Allt í beinni á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.30 hefst útsending frá Albaníu þar sem Vllaznia Shkodër mætir Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Allt sauð upp úr í fyrri leik liðanna og var lengi vel ekki víst hvort leikurinn færi fram. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 sem stendur.

Klukkan 19.00 mætast Breiðabliks og Tikvesh á Kópavogsvelli í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar komust 2-0 yfir í fyrri leik liðanna en fengu í kjölfarið á sig þrjú mörk og töpuðu leiknum 3-2.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 06.30 hefst Live at the Range. Þar má sjá kylfinga hita upp fyrir hringi sína í dag. Klukkan 11.30 er Live at the Range aftur á dagskrá.

Klukkan 16.00 er DANA Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 05.30 hefst Opna meistaramótið í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×