Hét því að endurvekja bandaríska drauminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:47 Vance freistaði þess að höfða til íbúa í hinu svokallaða „ryðbelti“, þar sem iðnaður var blómlegur á sínum tíma en fátækt ríkir nú víða. AP/Carolyn Kaster „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Þetta sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, þegar hann ávarpaði landsþing Repúblikana í gær. Vance talaði mikið um rætur sínar í „ryðbelti“ Bandaríkjanna og sagðist myndu láta þær lexíur leiða sig sem hann lærði hjá ömmu sinni og minningar um vini og kunningja sem létust sökum ofskömmtunar eiturlyfja. Áður en hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni sagðist Trump það meðal annars myndu ráðast af því hvort viðkomandi gæti hjálpað honum til við að ná kjöri á ný. Það var ekki annað að sjá en að Vance hyggist taka það hlutverk alvarlega en hann talaði ítrekað um Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin í ræðu sinni, þar sem baráttan verður hvað hörðust og þar sem hlutfall hvítra verkamanna er hvað hæst. Vance fór víða og gerði því meðal annars skóna að Kommúnistaflokkurinn í Kína væri bein ógn við miðstéttina í Bandaríkjunum. Þá hét hann því að Repúblikanaflokkurinn myndi ekki „flytja inn erlent vinnuafl“ en þess í stað endurreisa verksmiðjur og fjölga þeim vörum sem væru stimplaðar „þeim fallega stimpli: Framleitt í Bandaríkjunum“. „Við þurfum leiðtoga sem berst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Vance. „Við þurfum leiðtoga sem er ekki í vasanum á stórfyrirtækjunum heldur svarar kalli hins vinnandi manns, hvort sem hann er verkalýðsfélagi eða ekki, leiðtoga sem mun ekki selja sig alþjóðafyrirækjum heldur berjast fyrir bandarískan iðnað.“ Varaforsetinn Kamala Harris, sem mun væntanlega mæta Vance í kappræðum á næstunni, gaf lítið fyrir yfirlýsingar hans í gær og sagði valið á honum ekki annað en staðfesting á þeirri öfgastefnu sem Trump boðaði. „J.D. Vance verður aðeins hliðhollur Trump, ekki landinu okkar,“ sagði hún.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira