Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker.
Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni.
New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024
“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”
“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB
Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool.
„Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror.
Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20.
Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson.
Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson.
„Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir.
Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024.