Alonso með augun á Matip Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 16:31 Matip er sagður leita heim til Þýskalands og meistararnir þar í landi hafi áhuga. Marc Atkins/Getty Images Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, er í leit að miðverði og sagður vilja reynslu í öftustu línu. Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi. Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi.
Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira