Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 06:43 Það hefur hvorki sést mikið til Melaniu, eiginkonu Trump, né Ivönku, dóttur hans í kosningabaráttunni. Þær voru þó viðstaddar í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira