Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 06:43 Það hefur hvorki sést mikið til Melaniu, eiginkonu Trump, né Ivönku, dóttur hans í kosningabaráttunni. Þær voru þó viðstaddar í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Sjá meira
Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Sjá meira