Hinn 31 árs gamli Morata kostar AC Milan aðeins 11 milljónir punda eða tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Hann skrifar undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. AC Milan var í leit að framherja eftir að gamla brýnið Oliver Giroud yfirgaf Mílanó.
Morata hefur hóf atvinnumannaferil sinn hjá Real Madríd en hefur einnig spilað fyrir Atlético Madríd, Juventus og Chelsea.
✍ @AlvaroMorata is Rossonero 🔴⚫
— AC Milan (@acmilan) July 19, 2024
Adding a touch of 𝑅𝑜𝑗𝑜 to our #DNACMilan 🧬#SempreMilan
Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í tvígang, í bæði skiptin með Real Madríd. Þá hefur hann orðið Ítalíumeistari tvívegis, í bæði skiptin með Juventus. Einnig stóð hann uppi sem enskur bikarmeistari þegar hann spilaði með Chelsea.
Einnig hefur Morata skorað 36 mörk í 80 A-landsleikjum fyrir Spán.