Fyrrverandi þingkona skotin til bana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 12:34 Iryna var einnig prófessor í málvísindadeild Lvív-háskóla. Getty/Anastasiia Smolienko Fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gær. Lögregla leitar að banamanninum en hann er enn ófundinn. Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Írína Farion var úkraínskur þingmaður sem barðist ötullega fyrir úkraínskri tungu og stöðu hennar í úkraínsku samfélagi. Hún sat á þingi fyrir hönd þjóðernishyggjuflokkinn Svoboda. Hún lést sextíu ára að aldri. Málsamfélagið í Úkraínu er um margt sérstakt þar sem stór hluti Úkraínumanna hafa rússnesku að móðurmáli eða bæði úkraínsku og rússnesku nokkurn veginn jöfnum höndum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann fylgist vel með leitinni og fordæmir árásina. Írína var málvísindakona og hlaut sæti á þingi árið 2012. Hún hafði einnig setið í héraðsþingi Lvív. Hún vakti mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir úkraínskri tungu og að úthúða embættismönnum sem notuðu rússnesku við að framkvæma embættisverk. Árið 2018 þegar stríð hófst við rússneska aðskilnaðarsinna í Donbas-héraði lét hún til dæmis þau ummæli falla að það ætti að „kýla hvern einasta rússneskumælandi mann í kjálkann.“ Andriy Sadovyi borgarstjóri Lvív greindi frá því á Telegram að Farion hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið Farion klukkan hálf átta að staðartíma í gærkvöldi. „Ég hef oft sagt að það sé enginn öruggur staður í Úkraínu lengur. En að vera svo ósvífinn að fremja svo kaldrifjað morð. Það þarf að finna morðingjann,“ sagði í færslu borgarstjórans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira