Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 22:27 Joe Biden hefur óskað eftir því að Kamala Harris verði útnefnd eftirmaður hans. AP/Matt Kelley „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53