Leikur flautaður af í Noregi: Hundrað fiskibollum hent inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 07:30 Fiskibollurnar voru út um allan völl á Lerkendal leikvanginum í gær. Skjámynd/Verdens Gang Dómari leiks Rosenborg og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta tók þá ákvörðun að flauta leikinn af í gær eftir að áhorfendur hættu ekki að henda hlutum inn á leikvöllinn. Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024 Norski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Dómarinn hafði stöðvað leikinn í þrígang en gafst upp þegar hann þurfti að stöðva leikinn í fjórða skiptið. Í hvert skiptið sem hann stöðvaði leikinn þá rak hann alla leikmenn inn í búningsklefa. Norska ríkisútvarpið segir frá sem og Verdens Gang hér. Að lokum fannst dómaranum vera komið nóg og því ákvað hann að flauta leikinn af. „Vinsamlegast yfirgefið leikvanginn,“ kom upp á skjáinn á vellinum. Eðlilega voru margir pirraðir ekki síst leikmenn liðanna. Rosenborg og Lillestrøm sendt av banen etter få minutter https://t.co/8Ziy9Lg8ax— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 21, 2024 „Það er rosalega sorglegt að dómarinn tók þessa ákvörðun. Þarna komu greinilega fyrirmæli frá sambandinu, sagði Jens Haugland, framkvæmdastjóri Norsk Toppfotboll, við TV2. Strax á annarri mínútu leiksins þá fóru áhorfendur að kasta tennisboltum og fiskibollum inn á völlinn. Stuðningsmenn beggja lið sameinuðust um mótmælin en þeir voru þarna að mótmæla myndbandsdómgæslu í norsku deildinni. „Við munum aldrei gefast upp“ Norska knattspyrnusambandið tók upp myndbandsdómgæslu fyrir síðasta tímabil og stuðningsmenn margra félaga eru mjög ósáttir með það. Skilaboðin frá stuðningsmönnunum voru skýr: „Við munum aldrei gefast upp. VAR er á útleið,“ sungu þeir. „Þetta snýst um öryggi. Hundrað fiskibollum var kastað inn á völlinn og nokkrar reyksprengjur fylgdu seinna í kjölfarið. Þá var ljóst að það var ekki lengur hægt að tryggja öryggi leikmanna,“ sagði dómari leiksins, Arild Rudolf Thorp. Kjørte i åtte timer for å se Rosenborg – fikk se tolv minutter med fotball https://t.co/ZQwbCTa3xX— VG (@vgnett) July 21, 2024 Það er ekki ljóst hvenær leikurinn verður kláraður en það verður ekki í dag. Félögin og norska sambandið munu funda um nýjan leiktíma í þessari viku. Ógeðslegt og ábyrgðarlaust „Þetta er ógeðslegt og algjörlega ábyrgðarlaus hegðun. Við munum funda aftur um þetta mál seinna í kvöld,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, við Verdens Gang. A match between Rosenborg and Lillestrom in Norway was abandoned after 32 minutes due to multiple fan protests against VAR. Many objects were thrown onto the pitch, including tennis balls, flares and... fishcakes. 😬 #BBCFootball pic.twitter.com/2dRVCDHKLc— Match of the Day (@BBCMOTD) July 21, 2024 Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem norskir stuðningsmenn mótmæla VAR. Tennisboltar komu líka við sögu á leik Brann og Haugesund. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem leikmenn voru látnir yfirgefa völlinn og í fyrsta sinn sem leikur er flautaður af. „Ég skil alveg af hverju norska knattspyrnusambandið vill reyna að taka athyglina frá VAR málinu og í staðinn setja sviðsljósið á mótmælin. Þeir verða bara að sætta sig við smá óhlýðni hjá borgurunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, fulltrúi norskra stuðningsmannafélaga. GAME ABANDONED IN NORWAY AFTER FANS' VAR PROTESTS. 📺Tennis balls, flares & even FISHCAKES thrown onto the field at Rosenborg vs Lillestrom, prompting several stoppages & eventual cancellation. 🐟Fans' message is clear. "We never give up. VAR is going away!" 😤 pic.twitter.com/KJdLeB41uc— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 21, 2024
Norski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira