Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 06:40 Þau voru ólík viðbrögðin frá Repúblikönum og Hollywood. Getty Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. „Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Fleiri fréttir Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Sjá meira
„Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Fleiri fréttir Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Sjá meira