Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 16:00 Egill skrifaði grein í hið víðlesna gríska blað The Athens Voice. Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar. Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar.
Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira