Móðurfélag Össurar hagnaðist um 2,8 milljarða á metfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2024 08:52 Vöxtur var í sölu félagsins sem hefur uppfært fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2024. Vísir/Vilhelm Embla Medical, móðurfélag stoðtækjafyrirtækisins Össurar skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2024 og jókst hann um 26 prósent frá sama tíma í fyrra. Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira