Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 19:00 Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir fiskvinnslur um allt land með búnað frá fyrirtækinu. Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabús fyrirtækisins er að skoða tilboð sem felur í sér að starfsemin haldi áfram en er ekki einráður í málinu. Vísir/Sigurjón Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Tilkynnt var um síðustu mánaðarmót að hátæknifyrirtækið Skaginn 3X sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu, aðallega í sjávarútvegi væri gjaldþrota. Ríflega hundrað íbúar á Akranesi störfuðu hjá fyrirtækinu en um tuttugu starfsmenn búa annars staðar. Heildartilboðið kæmi sér best fyrir alla Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins segir þrjú tilboð hafa borist í búið. Tvö tilboð í búnað og tæki og eitt heildartilboð í allar eignir þess og fasteignirnar sem hýstu reksturinn. Fasteignirnar eru hins vegar ekki í eigu þrotabúsins heldur fyrrum eigenda Skagans 3X sem seldu þýska félaginu Baader fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Helga hugnast heildartilboðið best. Yrði því tekið gæti starfsemin hafist að nýju. „Núnaværi best fyrir þrotabúið og alla aðila að þetta heildartilboð næði fram að ganga. En áður en það gerist þarf að nást samkomulag við Íslandsbanka sem á veð í þeim tækjum og tólum sem þrotabúið á ekki. Þá þarf að nást samkomulag við fyrirtækið sem á fasteignirnar sem hýsa reksturinn“ segir Helgi. Íslendingar standi að tilboðinu Helgi kveðst ekki vita hverjir standa að þessu tilboði. „Ég tel mig þó vita að þetta séu íslenskri aðilar ekki erlendir,“ segir hann Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort tilboðinu verði tekið. „Ég verð bara að tala í eldgosafyrirsögnum. Ég veit ekki hvenær mun gjósa eða hvort það muni gjósa en ég vona bara að þetta gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Helgi. Starfsemin þurfi að hefjast sem fyrst á ný Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir gríðarlega mikilvægt að starfsemin hefjist að nýju í bæjarfélaginu. „Þetta var auðvitað stærsti einkarekni vinnustaðurinn á Akranesi og því afar mikilvægt að starfsemin hefjist hér á ný. Þá skiptir máli að það gerist sem fyrst svo við við missum ekki út allar reynsluna en gríðarleg verðmæti felast í mannauðnum í svona fyrirtæki,“ segir hann. Framleiddu fyrir fiskvinnslur um allt land Sigurbjörn segir að fyrirtækið hafi framleitt tæki og hugbúnað fyrir fiskvinnslur um allt land. Fyrirtækin þurfi áfram á þjónustu og varahlutum að halda frá Skaganum 3X. „Við framleiddum tæki fyrir flestallar fiskvinnslur á landinu. Það er búnaður hjá fyrirtækjum eins og Síldarvinnslunni, Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og Brimi. Þá er Eskja á Eskifirði með eina stærstu og fullkomnustu verksmiðjuna frá okkur og svo er ný fiskvinnsluverksmiðja á Fáskrúðsfirði sem við framleiddum fyrir. Það er auðvitað erfitt fyrir öll þessi fyrirtæki að geta ekki fengið nauðsynlega þjónustu og varahluti frá Skaganum 3X eftir gjaldþrotið. Það er því gríðarmikið undir fyrir þá líka að starfsemin hefjist að nýju,“ segir hann. Sjávarútvegur Akranes Atvinnurekendur Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Tilkynnt var um síðustu mánaðarmót að hátæknifyrirtækið Skaginn 3X sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu, aðallega í sjávarútvegi væri gjaldþrota. Ríflega hundrað íbúar á Akranesi störfuðu hjá fyrirtækinu en um tuttugu starfsmenn búa annars staðar. Heildartilboðið kæmi sér best fyrir alla Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins segir þrjú tilboð hafa borist í búið. Tvö tilboð í búnað og tæki og eitt heildartilboð í allar eignir þess og fasteignirnar sem hýstu reksturinn. Fasteignirnar eru hins vegar ekki í eigu þrotabúsins heldur fyrrum eigenda Skagans 3X sem seldu þýska félaginu Baader fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Helga hugnast heildartilboðið best. Yrði því tekið gæti starfsemin hafist að nýju. „Núnaværi best fyrir þrotabúið og alla aðila að þetta heildartilboð næði fram að ganga. En áður en það gerist þarf að nást samkomulag við Íslandsbanka sem á veð í þeim tækjum og tólum sem þrotabúið á ekki. Þá þarf að nást samkomulag við fyrirtækið sem á fasteignirnar sem hýsa reksturinn“ segir Helgi. Íslendingar standi að tilboðinu Helgi kveðst ekki vita hverjir standa að þessu tilboði. „Ég tel mig þó vita að þetta séu íslenskri aðilar ekki erlendir,“ segir hann Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort tilboðinu verði tekið. „Ég verð bara að tala í eldgosafyrirsögnum. Ég veit ekki hvenær mun gjósa eða hvort það muni gjósa en ég vona bara að þetta gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Helgi. Starfsemin þurfi að hefjast sem fyrst á ný Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir gríðarlega mikilvægt að starfsemin hefjist að nýju í bæjarfélaginu. „Þetta var auðvitað stærsti einkarekni vinnustaðurinn á Akranesi og því afar mikilvægt að starfsemin hefjist hér á ný. Þá skiptir máli að það gerist sem fyrst svo við við missum ekki út allar reynsluna en gríðarleg verðmæti felast í mannauðnum í svona fyrirtæki,“ segir hann. Framleiddu fyrir fiskvinnslur um allt land Sigurbjörn segir að fyrirtækið hafi framleitt tæki og hugbúnað fyrir fiskvinnslur um allt land. Fyrirtækin þurfi áfram á þjónustu og varahlutum að halda frá Skaganum 3X. „Við framleiddum tæki fyrir flestallar fiskvinnslur á landinu. Það er búnaður hjá fyrirtækjum eins og Síldarvinnslunni, Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og Brimi. Þá er Eskja á Eskifirði með eina stærstu og fullkomnustu verksmiðjuna frá okkur og svo er ný fiskvinnsluverksmiðja á Fáskrúðsfirði sem við framleiddum fyrir. Það er auðvitað erfitt fyrir öll þessi fyrirtæki að geta ekki fengið nauðsynlega þjónustu og varahluti frá Skaganum 3X eftir gjaldþrotið. Það er því gríðarmikið undir fyrir þá líka að starfsemin hefjist að nýju,“ segir hann.
Sjávarútvegur Akranes Atvinnurekendur Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21