Les(mis)skilningur Miðflokksmanna Helgi Brynjarsson skrifar 24. júlí 2024 09:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa látið mikið fara fyrir skoðunum sínum á Mannréttindastofnun Íslands upp á síðkastið og hafa slengt fram allskonar fullyrðingum en eins og gengur og gerist eru þær því miður bara ekki sannleikanum samkvæmar. Þeir hafa staðið í merkilega langri ritdeilu við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og þó hún hafi svarað rangfærslum þeirra skilmerkilega á hinum ýmsu miðlum virðast þeir ekki vilja láta sér segjast og því virðist þurfa að endurtaka hér helstu atriði hægt og rólega. Miðflokkurinn virðist nefnilega eiga í mjög flóknu sambandi við Mannréttindastofnun Íslands. Í aðra höndina hafa þeir verið henni mjög hliðhollir og greitt með henni atkvæði með þingsályktun um lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en samkvæmt sáttmálanum ber aðildarríkjum að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun. Þá hefur flokkurinn jafnframt lagt áherslu á að „Ísland virði og fari eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“, líkt og það er orðað í málefnaályktunum Landsþings Miðflokksins frá 2018. Engu að síður hafa Miðflokksbræður gjörsamlega farið af hjörunum þegar efna á samninginn með því að setja á fót mannréttindastofnun og vilja þá ekkert kannast við fyrri afstöðu flokksins til hennar. PISA-könnun fyrir þingmenn? Þeir Sigmundur og Bergþór taka það mjög nærri sér þegar þeir eru minntir á þessa kúvendingu Miðflokksins og brydda upp á ýmsum útskýringum til að réttlæta hana, eins og að samningurinn um réttindi fatlaðs fólks segi ekkert um sjálfstæðar mannréttindastofnanir eða að hin íslenska þýðing samningsins sé röng. Máli sínu til stuðnings hefur Bergþór vitnað orðrétt í ensku útgáfuna á 33. gr. sáttmálans. Eitthvað hefur Bergþóri þó vafist fjötur um fót við lesturinn þar sem honum láðist að vitna í ákvæðið í heild sinni og sleppti seinasta þriðjungi þess, sem svo merkilega vildi til að var einmitt sá hluti ákvæðisins sem hentaði ekki hans málflutningi. Það er örlítið áhyggjuefni að lesskilningur þingmanna sé ekki meiri en svo en að lítið lagaákvæði reynist þeim ofviða og mætti ef til vill útvíkka þessar PISA-kannanir svo þær nái einnig til kjörinna fulltrúa. Ólíkt því sem tíðkast með grunnskólabörnin þá grunar mig reyndar að þessi lesblinda Miðflokksmanna sé valkvæð fremur en eitthvað annað. Til að auðvelda Miðflokksmönnum lesturinn eru hér helstu svör við fullyrðingum þeirra í þessum furðulega stormi í vatnsglasi í mjög stuttu máli: „Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks segir ekkert um skyldu til að setja á fót mannréttindastofnun!“ Samkvæmt 33. gr. sáttmálans er kveðið á um skyldu aðildarríkja að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir sem leggja þær kvaðir á. Er þetta öllum ljóst sem taka sér tíma til að lesa ákvæðið í heild sinni. „Ný stofnun sé óþörf – Til eru nú þegar fjölmargar mannréttindastofnanir!“ Það er að skiljanlegt að við fyrstu sýn reki einhverjir upp stór augu þegar sett er á laggirnar sérstök mannréttindastofnun þegar nú þegar starfa nokkur fyrirbæri með sambærileg heiti hér á landi, til dæmis Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Það eitt og sér að stofnun eða félag innihaldi orðið mannréttindi í nafni sínu dugir hins vegar ekki til þess að uppfylla kröfur Parísarviðmiðana til mannréttindastofnana, m.a. um að mannréttindastofnanir skuli vera sjálfstæðar og settar á fót með lögum. Það liggur fyrir að framangreind mannréttindaapparöt uppfylla ekki þau skilyrði. Þetta ætti Miðflokkurinn að vita mætavel. Miðflokknum til upplýsinga er það svo í sumum löndum sem fullgilt hafa samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks að fyrir voru stofnanir sem uppfylltu téð Parísarviðmið og því þurftu þau ekki að setja á fót nýja stofnun, heldur fólu þeim stofnunum sem fyrir voru verkefni mannréttindastofnana. Í öðrum löndum, líkt og á Íslandi, var ekki til staðar nein stofnun sem uppfyllti Parísarviðmiðin. Í slíkum tilvikum eru aðildarríki samningsins skuldbundin til að setja á fót nýja stofnun, rétt eins og Miðflokkurinn tók þátt í að kjósa með að Ísland myndi gera, og Ísland hefur nú gert. „Mannréttindastofnun er gæluverkefni VG!“ Miðflokksmenn hafa látið í veðri vaka að Mannréttindastofnun Íslands sé einhvers konar uppfinning VG og hafa meðal annars uppnefnt hana Mannréttindastofnun VG. Það vill hins vegar svo til að VG voru ekki fyrst til að láta sér detta í hug að starfrækja mannréttindastofnun, en það gera nú þegar 118 aðrar þjóðir í heiminum og þar af 39 í Evrópu. Allar þær þjóðir eiga það sameiginlegt að VG reka þar ekki útibú. Þá eiga þær enn fremur sameiginlegt að mannréttindastofnanir þeirra uppfylla skilyrði 33. gr. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þar með áðurnefnd Parísarviðmið. Fullyrða má að þær hafa ekki lagt íslensku þýðingu sáttmálans til grundvallar, en engu að síður talið sig skuldbundnar til að starfrækja slíka stofnun. Ef til vill þurfa Sigmundur og Bergþór að leggjast í víking til að tilkynna þessum 118 þjóðum að þær skilji ekki samninginn og útskýra fyrir þeim hvað stendur í ensku útgáfu hans. Ég legg til að þeir byrji á Bretlandi. „Stofnunin hafi miklar valdheimildir!“ Einu valdheimildir stofnunarinnar eru þær að stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum er skylt að veita Mannréttindastofnun allar þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem stofnunin telur nauðsynlegar til að geta sinnt hlutverki sínu. Flestar eftirlitsstofnanir hafa mun ríkari valdheimildir en Mannréttindastofnun, sem eiga rétt á að fá upplýsingar og skriflegar skýringar en hafa auk þess almennt heimildir til beitingu þvingunarráðstafana, s.s. með álagningu sekta. Af slíku er ekki að taka hjá Mannréttindastofnun Íslands. Sem dæmi um eftirlitsstofnanir með ríkari valdheimildir en Mannréttindastofnun má nefna Samkeppniseftirlitið, Jafnréttisstofu, Persónuvernd, Neytendastofu og Umboðsmann barna. Það má því draga þá ályktun að Miðflokknum þyki valdheimildir Mannréttindastofnunar næstum jafn ógnvekjandi og valdheimildir Umboðsmanns barna, sem Miðflokksmenn hafa þá væntanlega enn meiri áhyggjur af en Mannréttindastofnun. „Mikil útgjaldaaukning og stærra bákn!“ Því hefur verið kastað fram að með lögum um Mannréttindastofnun sé báknið að blása út og útgjöld ríkisins að aukast verulega. Fyrir þá sem hafa löngun og getu til þess að renna í gegnum frumvarpið að lögunum í heild sinni geta hins vegar séð að útgjaldaaukningin vegna Mannréttindastofnunar er ekki nema 43,9 milljónir króna á ári. Áður hefur komið fram í umræðunni að sá kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra Sigmundar og Bergþórs. Þá má einnig geta þess sem dæmi að árlegur rekstrarkostnaður Mannréttindastofnunar Íslands er mun lægri en hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Það er því ljóst að Mannréttindastofnun Ísland er ekki einhvers konar rándýrt alræðisbákn sem runnið er undan rifjum VG. Hér er einfaldlega um að ræða stofnun sem við erum skuldbundin að þjóðarrétti til að setja á fót, hefur mjög takmarkaðar valdheimildir og felur í sér sáralitla útgjaldaukningu. Hvort eitthvað gagn verði af henni á svo eftir að koma í ljós. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa látið mikið fara fyrir skoðunum sínum á Mannréttindastofnun Íslands upp á síðkastið og hafa slengt fram allskonar fullyrðingum en eins og gengur og gerist eru þær því miður bara ekki sannleikanum samkvæmar. Þeir hafa staðið í merkilega langri ritdeilu við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og þó hún hafi svarað rangfærslum þeirra skilmerkilega á hinum ýmsu miðlum virðast þeir ekki vilja láta sér segjast og því virðist þurfa að endurtaka hér helstu atriði hægt og rólega. Miðflokkurinn virðist nefnilega eiga í mjög flóknu sambandi við Mannréttindastofnun Íslands. Í aðra höndina hafa þeir verið henni mjög hliðhollir og greitt með henni atkvæði með þingsályktun um lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en samkvæmt sáttmálanum ber aðildarríkjum að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun. Þá hefur flokkurinn jafnframt lagt áherslu á að „Ísland virði og fari eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“, líkt og það er orðað í málefnaályktunum Landsþings Miðflokksins frá 2018. Engu að síður hafa Miðflokksbræður gjörsamlega farið af hjörunum þegar efna á samninginn með því að setja á fót mannréttindastofnun og vilja þá ekkert kannast við fyrri afstöðu flokksins til hennar. PISA-könnun fyrir þingmenn? Þeir Sigmundur og Bergþór taka það mjög nærri sér þegar þeir eru minntir á þessa kúvendingu Miðflokksins og brydda upp á ýmsum útskýringum til að réttlæta hana, eins og að samningurinn um réttindi fatlaðs fólks segi ekkert um sjálfstæðar mannréttindastofnanir eða að hin íslenska þýðing samningsins sé röng. Máli sínu til stuðnings hefur Bergþór vitnað orðrétt í ensku útgáfuna á 33. gr. sáttmálans. Eitthvað hefur Bergþóri þó vafist fjötur um fót við lesturinn þar sem honum láðist að vitna í ákvæðið í heild sinni og sleppti seinasta þriðjungi þess, sem svo merkilega vildi til að var einmitt sá hluti ákvæðisins sem hentaði ekki hans málflutningi. Það er örlítið áhyggjuefni að lesskilningur þingmanna sé ekki meiri en svo en að lítið lagaákvæði reynist þeim ofviða og mætti ef til vill útvíkka þessar PISA-kannanir svo þær nái einnig til kjörinna fulltrúa. Ólíkt því sem tíðkast með grunnskólabörnin þá grunar mig reyndar að þessi lesblinda Miðflokksmanna sé valkvæð fremur en eitthvað annað. Til að auðvelda Miðflokksmönnum lesturinn eru hér helstu svör við fullyrðingum þeirra í þessum furðulega stormi í vatnsglasi í mjög stuttu máli: „Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks segir ekkert um skyldu til að setja á fót mannréttindastofnun!“ Samkvæmt 33. gr. sáttmálans er kveðið á um skyldu aðildarríkja að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir sem leggja þær kvaðir á. Er þetta öllum ljóst sem taka sér tíma til að lesa ákvæðið í heild sinni. „Ný stofnun sé óþörf – Til eru nú þegar fjölmargar mannréttindastofnanir!“ Það er að skiljanlegt að við fyrstu sýn reki einhverjir upp stór augu þegar sett er á laggirnar sérstök mannréttindastofnun þegar nú þegar starfa nokkur fyrirbæri með sambærileg heiti hér á landi, til dæmis Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Það eitt og sér að stofnun eða félag innihaldi orðið mannréttindi í nafni sínu dugir hins vegar ekki til þess að uppfylla kröfur Parísarviðmiðana til mannréttindastofnana, m.a. um að mannréttindastofnanir skuli vera sjálfstæðar og settar á fót með lögum. Það liggur fyrir að framangreind mannréttindaapparöt uppfylla ekki þau skilyrði. Þetta ætti Miðflokkurinn að vita mætavel. Miðflokknum til upplýsinga er það svo í sumum löndum sem fullgilt hafa samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks að fyrir voru stofnanir sem uppfylltu téð Parísarviðmið og því þurftu þau ekki að setja á fót nýja stofnun, heldur fólu þeim stofnunum sem fyrir voru verkefni mannréttindastofnana. Í öðrum löndum, líkt og á Íslandi, var ekki til staðar nein stofnun sem uppfyllti Parísarviðmiðin. Í slíkum tilvikum eru aðildarríki samningsins skuldbundin til að setja á fót nýja stofnun, rétt eins og Miðflokkurinn tók þátt í að kjósa með að Ísland myndi gera, og Ísland hefur nú gert. „Mannréttindastofnun er gæluverkefni VG!“ Miðflokksmenn hafa látið í veðri vaka að Mannréttindastofnun Íslands sé einhvers konar uppfinning VG og hafa meðal annars uppnefnt hana Mannréttindastofnun VG. Það vill hins vegar svo til að VG voru ekki fyrst til að láta sér detta í hug að starfrækja mannréttindastofnun, en það gera nú þegar 118 aðrar þjóðir í heiminum og þar af 39 í Evrópu. Allar þær þjóðir eiga það sameiginlegt að VG reka þar ekki útibú. Þá eiga þær enn fremur sameiginlegt að mannréttindastofnanir þeirra uppfylla skilyrði 33. gr. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þar með áðurnefnd Parísarviðmið. Fullyrða má að þær hafa ekki lagt íslensku þýðingu sáttmálans til grundvallar, en engu að síður talið sig skuldbundnar til að starfrækja slíka stofnun. Ef til vill þurfa Sigmundur og Bergþór að leggjast í víking til að tilkynna þessum 118 þjóðum að þær skilji ekki samninginn og útskýra fyrir þeim hvað stendur í ensku útgáfu hans. Ég legg til að þeir byrji á Bretlandi. „Stofnunin hafi miklar valdheimildir!“ Einu valdheimildir stofnunarinnar eru þær að stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum er skylt að veita Mannréttindastofnun allar þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem stofnunin telur nauðsynlegar til að geta sinnt hlutverki sínu. Flestar eftirlitsstofnanir hafa mun ríkari valdheimildir en Mannréttindastofnun, sem eiga rétt á að fá upplýsingar og skriflegar skýringar en hafa auk þess almennt heimildir til beitingu þvingunarráðstafana, s.s. með álagningu sekta. Af slíku er ekki að taka hjá Mannréttindastofnun Íslands. Sem dæmi um eftirlitsstofnanir með ríkari valdheimildir en Mannréttindastofnun má nefna Samkeppniseftirlitið, Jafnréttisstofu, Persónuvernd, Neytendastofu og Umboðsmann barna. Það má því draga þá ályktun að Miðflokknum þyki valdheimildir Mannréttindastofnunar næstum jafn ógnvekjandi og valdheimildir Umboðsmanns barna, sem Miðflokksmenn hafa þá væntanlega enn meiri áhyggjur af en Mannréttindastofnun. „Mikil útgjaldaaukning og stærra bákn!“ Því hefur verið kastað fram að með lögum um Mannréttindastofnun sé báknið að blása út og útgjöld ríkisins að aukast verulega. Fyrir þá sem hafa löngun og getu til þess að renna í gegnum frumvarpið að lögunum í heild sinni geta hins vegar séð að útgjaldaaukningin vegna Mannréttindastofnunar er ekki nema 43,9 milljónir króna á ári. Áður hefur komið fram í umræðunni að sá kostnaður er lægri en launakostnaður ríkisins vegna þeirra Sigmundar og Bergþórs. Þá má einnig geta þess sem dæmi að árlegur rekstrarkostnaður Mannréttindastofnunar Íslands er mun lægri en hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Það er því ljóst að Mannréttindastofnun Ísland er ekki einhvers konar rándýrt alræðisbákn sem runnið er undan rifjum VG. Hér er einfaldlega um að ræða stofnun sem við erum skuldbundin að þjóðarrétti til að setja á fót, hefur mjög takmarkaðar valdheimildir og felur í sér sáralitla útgjaldaukningu. Hvort eitthvað gagn verði af henni á svo eftir að koma í ljós. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun