Siggi Kristins gítarleikari og bílaspekúlant er allur Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2024 11:02 Sigurður Kristinsson virðir fyrir sér vélknúið farartæki en þau léku í höndum hans. Facebook Sigurður Kristinsson, sem var meðal stofnmeðlima hinnar fornfrægu hljómsveitar Sniglabandsins, er allur. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Sigurður var fæddur 7. desember 1964 og því 59 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Ting Zhou og tvö börn en úr fyrra sambandi átti hann þrjár dætur. Samúðarkveðjur hrannast inn á Facebook-vegg hans þar sem kostir hans eru tíundaðir en hann þótti einstaklega flinkur að eiga við bíla og svo var gítarleikurinn honum opin bók. Sigurður er upphaflega úr Eyjum, ólst upp í Mosfellsbæ en bjó undir það síðasta á Eyrarbakka. Stór og litríkur karakter Skúli Gautason skrifar fyrir hönd Sniglabandsins sérlega góð eftirmæli um þennan félaga sinn þar sem hann segir að Siggi Kristins, einn stofnfélagi Sniglabandsins hafi dáið í gær. Skúli Gautason segir að Sigurður hafi verið gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Hann lék með hljómsveitinni í upphafi, fyrst á trommur og þá á gítar. Skúli segir, í samtali við Vísi, hljóðheiminn hafa verið honum opin bók. „Siggi var stór og litríkur karakter. Sum uppátæki hans voru með algjörum ólíkindum og sögurnar ótrúlegar. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Innan skamms var hann búinn að afla sér allrar þekkingar og kominn í fremstu röð á viðkomandi sviði.“ Skúli nefnir að Siggi hafi verið ótrúlegur ökumaður og leikið listir sem enginn gat leikið eftir. „Hann var jákvæður og úrræðagóður. Einhverju sinni tók hann þátt í nokkurs konar útileikhússýningu sem var við hliðina á Skúlagötu 4. Þar var sett upp sena eins og úr amerískri glæpamynd, glæsipíur og einhverjir kallar með byssur – og þar var Siggi á Camaronum sínum spólandi í hringi. Nema hvað, þegar mest á reyndi slitnaði bensínbarkinn í bílnum. Nú voru góð ráð dýr en Siggi dó ekki ráðalaus. Kærastan hans var með eitthvert prjónadót í framsætinu, Siggi tók garnhnykil og festi í blöndunginn á bílnum, þræddi garnið inn um framrúðuna, batt um fingur sér og stjórnaði þannig bensíngjöfinni. The show must go on!“ Orðstír deyr aldreigi Í eftirmælunum kemur Skúli einnig inn á fræga för Sniglabandsins til Sovétríkjanna sálugu. „Þar átti hann hvern stórleikinn á fætur öðrum. Stundum kom fyrir að einhverjir heimamenn vildu etja kappi við hann í gítarleik og skoruðu hann á hólm í gítareinvígi, en því fór fjarri að nokkur hefði roð við honum. Andstæðingarnir voru bókstaflega jarðaðir svo jaðraði við niðurlægingu. Það var þó ekki í lundarfari Sigga að reyna að niðurlægja nokkurn mann, hann var alltaf jákvæður, hjálplegur og greiðvikinn.“ Sniglabandið í upphafi síns ferils. Að blanda saman tónlist og mótorhjólum var nokkuð sem hentaði Sigurði vel. Þá segir Skúli að Siggi hafi eitt sinn fengið vinnu við að aka steypubíl. „Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði náð tökum á þeirri list að taka handbremsubeygju á steypubílnum og spóla síðan afturábak inn í stæðið. Svo óheppilega vildi til að þegar Siggi hafði fullkomnað þessa íþrótt og sýndi hana á planinu hjá steypufyrirtækinu, var forstjórinn að horfa á bílaplanið út um gluggann og sá aðfarirnar. Þar með var ferli Sigga lokið sem steypubílstjóri, en orðstír deyr aldreigi, hveim es sér góðan getr.“ Slingur á gítarinn svo af bar Í lagi sem hér fylgir má glöggt sjá hvers Sigurður var megnugur á gítarinn en lagið heitir „Járnið er kalt“. Það er eftir Valdimar Örn Flygenring, en textinn er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þarna er það Stefán Hilmarsson sem syngur, Bjarni Bragi Kjartansson leikur á bassa, Björgvin Ploder á trommur, Einar Rúnarsson á hljómborð og Skúli Gautason á gítar auk Sigga. Á Facebook-vegg Sigurðar kemur fram að efnt hafi verið til söfnunar vegna veikinda hans og nú þyngist róðurinn vegna fyrirséðra útgjalda vegna útfarar. Sædís Ósk Harðardóttir minnir á þetta og segir að ef allir leggjast á eitt sé hægt að hjálpa, en margt smátt gerir eitt stórt: „Hægt er að styrkja þau með því að leggja inn á þennan reikning hjá Ting Zhou: Kt 190788-4749 0189-26-008891” Andlát Tónlist Bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Sigurður var fæddur 7. desember 1964 og því 59 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Ting Zhou og tvö börn en úr fyrra sambandi átti hann þrjár dætur. Samúðarkveðjur hrannast inn á Facebook-vegg hans þar sem kostir hans eru tíundaðir en hann þótti einstaklega flinkur að eiga við bíla og svo var gítarleikurinn honum opin bók. Sigurður er upphaflega úr Eyjum, ólst upp í Mosfellsbæ en bjó undir það síðasta á Eyrarbakka. Stór og litríkur karakter Skúli Gautason skrifar fyrir hönd Sniglabandsins sérlega góð eftirmæli um þennan félaga sinn þar sem hann segir að Siggi Kristins, einn stofnfélagi Sniglabandsins hafi dáið í gær. Skúli Gautason segir að Sigurður hafi verið gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Hann lék með hljómsveitinni í upphafi, fyrst á trommur og þá á gítar. Skúli segir, í samtali við Vísi, hljóðheiminn hafa verið honum opin bók. „Siggi var stór og litríkur karakter. Sum uppátæki hans voru með algjörum ólíkindum og sögurnar ótrúlegar. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Innan skamms var hann búinn að afla sér allrar þekkingar og kominn í fremstu röð á viðkomandi sviði.“ Skúli nefnir að Siggi hafi verið ótrúlegur ökumaður og leikið listir sem enginn gat leikið eftir. „Hann var jákvæður og úrræðagóður. Einhverju sinni tók hann þátt í nokkurs konar útileikhússýningu sem var við hliðina á Skúlagötu 4. Þar var sett upp sena eins og úr amerískri glæpamynd, glæsipíur og einhverjir kallar með byssur – og þar var Siggi á Camaronum sínum spólandi í hringi. Nema hvað, þegar mest á reyndi slitnaði bensínbarkinn í bílnum. Nú voru góð ráð dýr en Siggi dó ekki ráðalaus. Kærastan hans var með eitthvert prjónadót í framsætinu, Siggi tók garnhnykil og festi í blöndunginn á bílnum, þræddi garnið inn um framrúðuna, batt um fingur sér og stjórnaði þannig bensíngjöfinni. The show must go on!“ Orðstír deyr aldreigi Í eftirmælunum kemur Skúli einnig inn á fræga för Sniglabandsins til Sovétríkjanna sálugu. „Þar átti hann hvern stórleikinn á fætur öðrum. Stundum kom fyrir að einhverjir heimamenn vildu etja kappi við hann í gítarleik og skoruðu hann á hólm í gítareinvígi, en því fór fjarri að nokkur hefði roð við honum. Andstæðingarnir voru bókstaflega jarðaðir svo jaðraði við niðurlægingu. Það var þó ekki í lundarfari Sigga að reyna að niðurlægja nokkurn mann, hann var alltaf jákvæður, hjálplegur og greiðvikinn.“ Sniglabandið í upphafi síns ferils. Að blanda saman tónlist og mótorhjólum var nokkuð sem hentaði Sigurði vel. Þá segir Skúli að Siggi hafi eitt sinn fengið vinnu við að aka steypubíl. „Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði náð tökum á þeirri list að taka handbremsubeygju á steypubílnum og spóla síðan afturábak inn í stæðið. Svo óheppilega vildi til að þegar Siggi hafði fullkomnað þessa íþrótt og sýndi hana á planinu hjá steypufyrirtækinu, var forstjórinn að horfa á bílaplanið út um gluggann og sá aðfarirnar. Þar með var ferli Sigga lokið sem steypubílstjóri, en orðstír deyr aldreigi, hveim es sér góðan getr.“ Slingur á gítarinn svo af bar Í lagi sem hér fylgir má glöggt sjá hvers Sigurður var megnugur á gítarinn en lagið heitir „Járnið er kalt“. Það er eftir Valdimar Örn Flygenring, en textinn er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þarna er það Stefán Hilmarsson sem syngur, Bjarni Bragi Kjartansson leikur á bassa, Björgvin Ploder á trommur, Einar Rúnarsson á hljómborð og Skúli Gautason á gítar auk Sigga. Á Facebook-vegg Sigurðar kemur fram að efnt hafi verið til söfnunar vegna veikinda hans og nú þyngist róðurinn vegna fyrirséðra útgjalda vegna útfarar. Sædís Ósk Harðardóttir minnir á þetta og segir að ef allir leggjast á eitt sé hægt að hjálpa, en margt smátt gerir eitt stórt: „Hægt er að styrkja þau með því að leggja inn á þennan reikning hjá Ting Zhou: Kt 190788-4749 0189-26-008891”
Andlát Tónlist Bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira