Barátta Seðlabankans löngu töpuð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 19:10 Vilhjálmur segir að peningastefna Seðlabankans hafi beðið skipbrot. Vísir/Vilhelm „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. „Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi. Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi.
Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira