Barátta Seðlabankans löngu töpuð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 19:10 Vilhjálmur segir að peningastefna Seðlabankans hafi beðið skipbrot. Vísir/Vilhelm „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. „Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi. Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi.
Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira