Barátta Seðlabankans löngu töpuð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 19:10 Vilhjálmur segir að peningastefna Seðlabankans hafi beðið skipbrot. Vísir/Vilhelm „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. „Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi. Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi.
Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira