„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 09:00 Aron Elís er að stíga upp úr meiðslum og hefur misst af einum Evrópuleik en kveðst klár í átök kvöldsins. vísir / arnar „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið. Liðið féll út með dramatískum hætti gegn Shamrock Rovers þar sem vítaspyrna fór forgörðum í uppbótartíma, sneri svo heim í Bestu deildina og tapaði 1-0 á móti KA. „Gríðarlegt svekkelsi, eins og menn sjá, en mér fannst við spila vel á móti KA þó úrslitin hafi ekki verið góð. Þannig að við þurfum bara að byggja ofan á þá spilamennsku með fleiri mörkum.“ Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Það er viss lærdómur sem Aron dregur úr síðasta einvígi en hann gerir ráð fyrir öðruvísi andstæðingi í kvöld. „Ég held að þetta verði aðeins öðruvísi leikur. Við erum að mæta liði sem er á undirbúningstímabili, við þurfum að keyra tempóið hátt og gera okkar besta til að klára þetta. Það er erfitt fyrir mig að segja [hversu góðir þeir eru] en við erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna. Þurfum bara að vera klárir í þetta og ekkert vanmat.“ Sjálfur er hann að snúa til baka úr meiðslum en segist allur vera að koma til og er nokkuð sigurviss fyrir leik kvöldsins. Klippa: Viðtal við Aron Elís Þrándarson fyrir leik gegn Egnatia Leikur Víkings gegn Egnatia hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Víkingur hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið. Liðið féll út með dramatískum hætti gegn Shamrock Rovers þar sem vítaspyrna fór forgörðum í uppbótartíma, sneri svo heim í Bestu deildina og tapaði 1-0 á móti KA. „Gríðarlegt svekkelsi, eins og menn sjá, en mér fannst við spila vel á móti KA þó úrslitin hafi ekki verið góð. Þannig að við þurfum bara að byggja ofan á þá spilamennsku með fleiri mörkum.“ Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Það er viss lærdómur sem Aron dregur úr síðasta einvígi en hann gerir ráð fyrir öðruvísi andstæðingi í kvöld. „Ég held að þetta verði aðeins öðruvísi leikur. Við erum að mæta liði sem er á undirbúningstímabili, við þurfum að keyra tempóið hátt og gera okkar besta til að klára þetta. Það er erfitt fyrir mig að segja [hversu góðir þeir eru] en við erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna. Þurfum bara að vera klárir í þetta og ekkert vanmat.“ Sjálfur er hann að snúa til baka úr meiðslum en segist allur vera að koma til og er nokkuð sigurviss fyrir leik kvöldsins. Klippa: Viðtal við Aron Elís Þrándarson fyrir leik gegn Egnatia Leikur Víkings gegn Egnatia hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira