„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 21:05 Steinunn Þórðardóttir segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri. Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira