„Ef þeir „taka Trump forseta af lífi“, sem er alltaf möguleiki, þá vona ég að Bandaríkin leggi Íran í rúst, afmái það af jörðinni. Ef það myndi ekki gerast væru bandarískir ráðamenn álitnir sem „huglausar“ bleiður,“ segir í færslu sem Trump birti á eigin samfélagsmiðli, Truth Social.
Samhliða þessari hugleiðingu birtir hann myndbandsstúf úr ávarpi Benjamíns Nethanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til Bandaríkjaþings frá því í gær. Í myndbandinu minnist Nethanyahu á fregnir um að ráðamenn í Íran hafi verið með ráðabrugg um að ráða Trump af dögum.
Í síðustu vikum var fjallað um umrætt samsæri sem er ótengt morðtilræðinu á dögunum þegar Trump var skotinn í eyrað.
Fram kom að bandarísk stjórnvöld hafi komist á snoðir um þessa áætlun Írana og lífvarðasveit hans hafi í kjölfarið aukið viðbúnað sinn í kringum Trump.