Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2024 11:23 Rupert og Lachlan eru sagðir standa saman í að vilja knýja breytingarnar í gegn, gegn vilja Prudence, Elisabeth og James. Getty/GC Images/Jean Catuffe Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann. Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer. Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer.
Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira