Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 15:13 Hægra megin er Ármúlahúsnæðið eins og það lítur út í dag. Unnið verður að því næstu tvær vikurnar að standsetja húsið fyrir leikskólastarfsemi. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01