Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 13:27 Ásmundur Einar Daðason er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti. Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44