Merki Coolbet fjarlægt eftir símtal fréttamanns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2024 09:03 Merki Coolbet var á plakötum fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu ásamt öðrum styrktaraðilum hátíðarinnar. Það hefur nú verið fjarlægt af öllu markaðsefni. skjáskot Dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp sem tekur á reglum um erlendar veðmálasíður í haust. Talsmaður fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu segir að Coolbet hafi óskað eftir samstarfi sem var slitið í gær. Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“ Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu kemur fram að einungis 18 prósent hafa veðjað eða tekið þátt í fjárhættuspilum á síðustu tólf mánuðum. Flestir spiluðu á Coolbet eða 78,2 prósent.grafík/sara Þeir sem sögðust hafa stundað veðmál eða fjárhættuspil á erlendum vefsíðum spiluðu flestir á Coolbet eða 78,2 prósent en fæstir á Betfair. Þá leggja flestir 20 til tæplega 50 þúsund undir í veðmálum. Coolbet fer mikinn í auglýsingum hér á landi en hvorki má starfrækja né auglýsa fyrirtækið á Íslandi. Athygli vakti þegar Coolbet auglýsti grimmt í útilegu Verzlinga og fengu börn gefins fatnað merktan fyrirtækinu og voru hvött til að fylgja því á samfélagsmiðlum. Nýjasta dæmið er fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri. En á plakötum hátíðarinnar mátti sjá styrktaraðilann Coolbet. Uppi varð fótur og fit þegar fréttastofa hafði samband við talsmann hátíðarinnar sem sagðist brugðið vegna málsins og sagðist ekki þekkja til starfsemi Coolbet. Ólögleg veðmálasíða fari ekki saman við fjölskylduhátíð og sagði hann að hátíðin myndi slíta samstarfi við fyrirtækið og hefur merki þess tekið af öllum plakötum. Coolbet var á meðal styrktaraðila fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu en samstarfinu var slitið í dag. Merki Coolbet hefur verið tekið af plakötum hátíðarinnar.skjáskot/ein með öllu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp um erlendar veðmálasíður í haust. „Það er vinna hér í gangi og ég vænti þess að það komi niðurstaða úr þeirri vinnu þannig ég geti lagt fram vonandi frumvarp í haust í þá veruna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurð hvort hún vilji herða reglur og banna starfsemina eða leyfa hana og skýra regluverk í kringum veðmálastarfsemi á erlendum síðum segir Guðrún seinni valkostinn hugnast betur. „Ég hef sagt að mér finnst eðlilegt að við séum með skýrara regluverk utan um þessa starfsemi og einnig að horfa til þess að þau fyrirtæki sem hér eru að starfa á markaði, að þau greiði hér skatta af þeirri starfsemi til ríkisins.“
Fjárhættuspil Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira