Glútenlaust nesti - djöfulsins lúxus! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 08:00 Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun