Håland, sem er staddur í New York í æfingaferð með Manchester City vakti máls á þessu á blaðamannafundi.
„Við sáum það öll á EM og bara almennt hversu þreyttir allir voru. Þú sást það á gæðunum og þú sást það meira að segja í andlitinu á fólki hversu þreyttir allir voru á fótbolta, ef það er hægt að orða það þannig.“
Hann hélt áfram og spáði því að það sama yrði uppi á teningnum á komandi tímabili enda hafi margir leikmenn ekki fengið langt sumarfrí.
„Ég held að þú getir ekki verið einbeittur í hverjum einasta leik. Við getum reynt en það er erfitt þegar þú spilar yfir 70 leiki á ári.“
Þess má geta að Håland lék alls 45 leiki fyrir City á síðasta tímabili og svo bætast einhverjir landsleikir ofan á það. Hann á því eitthvað eftir í 70 leiki.