Russell dæmdur úr leik og Hamilton fagnar sigri í Belgíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 17:36 Mercedes-mennirnir komu fyrstir í mark, en aðeins annar þeirra fékk þó stig í belgíska kappakstrinum í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton komu fyrstir í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira