Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:00 Logi Gunnarsson er kominn aftur í slaginn en þó ekki sem leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial) UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial)
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira