Skammast sín vegna skotárásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 16:49 Ronald Rowe gaf skýrslu fyrir Bandaríkjaþingi í dag, minna en viku eftir að hann tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service EPA Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56
Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04
„Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58