Svona verða hátíðarhöldin á fimmtudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 16:54 Halla Tómasdóttir verðandi forseti með fjölskyldu sinni á kosningakvöld þann 1. júní þegar sigur var í höfn. Vísir/Vilhelm Vikivaki verður sunginn í Dómkirkjunni, Vetrarsól í Alþingishúsinu og almenningur getur fylgst með af risaskjá á Austurvelli. Dagskráin fyrir innsetningarathöfn Höllu Tómasdóttur liggur fyrir. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinuog hefst dagskrá klukkan 15:30. Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Þar verða settir upp skjáir svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum þinghússins. Þá verður Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, í fyrsta sinn nýtt að lokinni embættistöku forseta Íslands fyrir gesti athafnarinnar. Smiðjan var tekin í notkun um síðustu áramót, en við fyrri embættistökur hefur móttakan farið fram í Alþingishúsinu. Eins og fram hefur komið hefur Halla Tómasdóttir boðið rúmlega hundrað manns til embættistökunnar sem mun fylgjast með innsetningunni í sal í Smiðju. Gestalistann má sjá í fréttinni að neðan. Þingmenn, ráðherrar, fyrri forsetar og aðrir gestir í þingsal munu svo sameinast gestum Höllu í móttöku í Smiðju að athöfn lokinni. Helgistund í Dómkirkjunni Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir og Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson er dómorganisti, Dómkórinn í Reykjavík syngur, Sigríður Thorlacius syngur einsöng með Skólakór Kársnes. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Forspil – innganga: Syngið Drottni söng nýjan, -sálmforleikur fyrir orgel yfir íslenskt þjóðlag. Smári Ólason Signing Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Í voða, vanda’ og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Mitt hjartans trúartraust til þín er efalaust, að mér með miskunn skærri munir þú vera nærri. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. Sálmur: Íslenskt þjóðlag – Hallgrímur Pétursson. Kórútsetning Smári Ólason Kollekta Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi Drottins nafn. Allt sem andar, allt sem lifir, uppi, niðri, himnum yfir dýrki, lofi Drottins nafn. - Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjörnusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir lofi Herrans heilagt nafn. - Æðstum Drottni aldrei þrotni eilíft lof og þakkargjörð. Syngið feður, syngið mæður, syngið niðjar, menn og bræður. Heiðri Drottin hæð og jörð. Kórsöngur: Þorkell Sigurbjörnsson – John. S. Blackie / Matthías Jochumsson Guðspjall: Matt.7. 24-27 Festingin víða, hrein og há og himinbjörtu skýin blá og logandi hvelfing ljósum skírð, þið lofið skaparans miklu dýrð. Og þrautgóða sól er dag frá degi Drottins talar um máttarvegi, ávallt birtir þú öll um lönd almættisverk úr styrkri hönd. - Og þótt um helga þagnarleið þreyti vor jörð hið dimma skeið og enga rödd og ekkert hljóð uppheimaljósin sendi þjóð, skynsemi vorrar eyrum undir allar hljómar um næturstundir lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn: Lifandi Drottinn skóp oss einn. Sálmur: Atli Heimir Sveinsson – Joseph Addison / Jónas Hallgrímsson. Kórútsetning: Hildigunnur Rúnarsdóttir Hugleiðing frá altari Einsöngur og kór: Vikivaki Valgeir Guðjónsson – Jóhannes úr Kötlum Bæn – Faðir vor Blessun Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig :,: sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. :,: Sálmur: Sigvaldi Kaldalóns – Eggert Ólafsson Eftirspil: Lofið vorn Drottin, sálmforleikur fyrir orgel Páll Ísólfsson Athöfn í Alþingishúsinu Einsöngur: Vetrarsól (Sigríður Thorlacius) eftir Gunnar Þórðarson – Ólafur Haukur Símonarson Tómas Jónsson og Ómar Guðjónsson spila undir Lýst forsetakjöri Drengskaparheit unnið Forseti Íslands minnist fósturjarðarinnar af svölum þinghússins Ávarp forseta Íslands Þjóðsöngur Íslendinga (Dómkórinn í Reykjavík) e. Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Matthías Jochumsson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinuog hefst dagskrá klukkan 15:30. Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Þar verða settir upp skjáir svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum þinghússins. Þá verður Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, í fyrsta sinn nýtt að lokinni embættistöku forseta Íslands fyrir gesti athafnarinnar. Smiðjan var tekin í notkun um síðustu áramót, en við fyrri embættistökur hefur móttakan farið fram í Alþingishúsinu. Eins og fram hefur komið hefur Halla Tómasdóttir boðið rúmlega hundrað manns til embættistökunnar sem mun fylgjast með innsetningunni í sal í Smiðju. Gestalistann má sjá í fréttinni að neðan. Þingmenn, ráðherrar, fyrri forsetar og aðrir gestir í þingsal munu svo sameinast gestum Höllu í móttöku í Smiðju að athöfn lokinni. Helgistund í Dómkirkjunni Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir og Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson er dómorganisti, Dómkórinn í Reykjavík syngur, Sigríður Thorlacius syngur einsöng með Skólakór Kársnes. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Forspil – innganga: Syngið Drottni söng nýjan, -sálmforleikur fyrir orgel yfir íslenskt þjóðlag. Smári Ólason Signing Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Í voða, vanda’ og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. - Mitt hjartans trúartraust til þín er efalaust, að mér með miskunn skærri munir þú vera nærri. Jesús mér fylgi’ í friði með fögru englaliði. Sálmur: Íslenskt þjóðlag – Hallgrímur Pétursson. Kórútsetning Smári Ólason Kollekta Englar hæstir, andar stærstir, allir lofi Drottins nafn. Allt sem andar, allt sem lifir, uppi, niðri, himnum yfir dýrki, lofi Drottins nafn. - Himinn fagur, hver einn dagur, hver ein nótt með stjörnusafn, stormar, þrumur, hvað sem hræðir, hvað sem vekur, örvar, glæðir lofi Herrans heilagt nafn. - Æðstum Drottni aldrei þrotni eilíft lof og þakkargjörð. Syngið feður, syngið mæður, syngið niðjar, menn og bræður. Heiðri Drottin hæð og jörð. Kórsöngur: Þorkell Sigurbjörnsson – John. S. Blackie / Matthías Jochumsson Guðspjall: Matt.7. 24-27 Festingin víða, hrein og há og himinbjörtu skýin blá og logandi hvelfing ljósum skírð, þið lofið skaparans miklu dýrð. Og þrautgóða sól er dag frá degi Drottins talar um máttarvegi, ávallt birtir þú öll um lönd almættisverk úr styrkri hönd. - Og þótt um helga þagnarleið þreyti vor jörð hið dimma skeið og enga rödd og ekkert hljóð uppheimaljósin sendi þjóð, skynsemi vorrar eyrum undir allar hljómar um næturstundir lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn: Lifandi Drottinn skóp oss einn. Sálmur: Atli Heimir Sveinsson – Joseph Addison / Jónas Hallgrímsson. Kórútsetning: Hildigunnur Rúnarsdóttir Hugleiðing frá altari Einsöngur og kór: Vikivaki Valgeir Guðjónsson – Jóhannes úr Kötlum Bæn – Faðir vor Blessun Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkan skaparans. Vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig :,: sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. :,: Sálmur: Sigvaldi Kaldalóns – Eggert Ólafsson Eftirspil: Lofið vorn Drottin, sálmforleikur fyrir orgel Páll Ísólfsson Athöfn í Alþingishúsinu Einsöngur: Vetrarsól (Sigríður Thorlacius) eftir Gunnar Þórðarson – Ólafur Haukur Símonarson Tómas Jónsson og Ómar Guðjónsson spila undir Lýst forsetakjöri Drengskaparheit unnið Forseti Íslands minnist fósturjarðarinnar af svölum þinghússins Ávarp forseta Íslands Þjóðsöngur Íslendinga (Dómkórinn í Reykjavík) e. Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Matthías Jochumsson
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira