Náði sér í „litla skammta“ af E. Coli til að undirbúa sig fyrir þríþrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 08:01 Seth Rider fór sérstaka leið til að undirbúa sig fyrir sundið í Signu. Getty/Jan Woitas Bandaríski þríþrautarkappinn Seth Rider er einn þeirra sem hefur þurft að bíða í óvissu um hvort og hvernig þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París fer fram. Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk loksins grænt ljós í nótt og Rider mun því stinga sér til sunds á eftir. Eins og hjá okkar Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þá hefur allt þríþrautarfólkið á Ólympíuleikunum þurft að vakta nýjustu mælingar á bakteríum í ánni Signu. Keppnin fékk grænt ljós Æfingum var frestað tvo daga í röð vegna of mikils magns baktería í ánni og þá var einnig keppni karlanna færð aftur um einn dag af sömu ástæðu. Í nótt mældist styrkur bakteríanna það lítill að keppnin fékk loksins grænt ljós. Þríþrautarfólkið hefur unnið að því í mörg ár að undirbúa sig fyrir keppnina en hún var nánast orðin að hálfgerðum farsa þökk sé þrjósku keppnishaldara að halda hana í Signu. Það hafði verið bannað að synda í hundrað ár í ánni vegna mengunar. Keppendur líta örugglega misjafnlega á þessa stöðu mála. Seth Rider býst sjálfur við því að þurfa að synda meðal E. Coli bakteríanna í Signu og segist því hafa farið öðruvísi leið að því að undirbúa líkamann sinn fyrir sundið í Signu. Sleppum ekki við E. Coli bakteríur Hann sagði frá taktík sinni í undirbúningi fyrir keppnina. „Við vitum vel að við sleppum ekki við að fá í okkur eitthvað af E. Coli bakteríum í sundinu þannig að ég er bara að reyna að byggja upp þol líkamans fyrir E.Coli bakteríunum. Ég geri það með því að kynna hann fyrir svolítið af E.Coli bakteríum á hverjum degi,“ sagði Seth Rider. „Ég geri það meðal annars með því að þvo ekki hendurnar eftir að hafa farið á klósettið og annað slíkt,“ sagði Rider. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira