Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:00 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, segir að norsk fótboltayfirvöld verði að hlusta meira á stuðningsmenn félaganna. Getty/Mario Wurzburger Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. Fiskibollurnar stoppuðu umræddan leik Rosenborg og Lilleström en á mánudaginn voru það dönsk sætabrauð sem fengu að fljúga inn á völlinn í öðrum leik sem var á milli Vålerenga og Ranheim í norsku b-deildinni. Það þurfti þó bara að stoppa leikinn tímabundið en ekki að flauta leikinn af eins og hjá Rosenborg og Lilleström. Þau þurfa að klára sinn leik seinna fyrir luktum dyrum. Samtök stuðningsmannafélaga í Noregi hafa nú biðlað til stuðningsmanna um að hætta þessum mótmælum en þau hafa þegar borið árangur. Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur viðurkennt að sambandið hafi gert mistök með því að hlusta ekki nóg á stuðningsmennina áður en myndbandsdómgæslan var tekin upp fyrir 2023 tímabilið. „Við viljum frjáls skoðanaskipti í norskum fótbolta sem og í alþjóðlegum fótbolta. Við munum nú gera okkar besta að svara kalli félaganna og stuðningsmannanna,“ sagði Klaveness. Norska sambandið segir frá. Hún boðar vinnuhóp um myndbandsdómgæslu þar sem fá sæti fulltrúar félaga, stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og dómarar. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum í nóvember um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar. Á næsta ársþingi norska sambandsins í mars á næsta ári verður síðan kosið um framtíð VAR í norskum fótbolta. Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Fiskibollurnar stoppuðu umræddan leik Rosenborg og Lilleström en á mánudaginn voru það dönsk sætabrauð sem fengu að fljúga inn á völlinn í öðrum leik sem var á milli Vålerenga og Ranheim í norsku b-deildinni. Það þurfti þó bara að stoppa leikinn tímabundið en ekki að flauta leikinn af eins og hjá Rosenborg og Lilleström. Þau þurfa að klára sinn leik seinna fyrir luktum dyrum. Samtök stuðningsmannafélaga í Noregi hafa nú biðlað til stuðningsmanna um að hætta þessum mótmælum en þau hafa þegar borið árangur. Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur viðurkennt að sambandið hafi gert mistök með því að hlusta ekki nóg á stuðningsmennina áður en myndbandsdómgæslan var tekin upp fyrir 2023 tímabilið. „Við viljum frjáls skoðanaskipti í norskum fótbolta sem og í alþjóðlegum fótbolta. Við munum nú gera okkar besta að svara kalli félaganna og stuðningsmannanna,“ sagði Klaveness. Norska sambandið segir frá. Hún boðar vinnuhóp um myndbandsdómgæslu þar sem fá sæti fulltrúar félaga, stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og dómarar. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum í nóvember um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar. Á næsta ársþingi norska sambandsins í mars á næsta ári verður síðan kosið um framtíð VAR í norskum fótbolta.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira