Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum! Hólmfríður Drífa Jónsdóttir og Katrín Björg Þórisdóttir skrifa 31. júlí 2024 11:01 Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé. Nýlega var kynnt útboð á færsluhirðingu fyrir þær 51 verslun sem Vínbúðin rekur um allt land. Þetta gladdi okkur í fyrstu þar sem við óskum þess einlæglega að Vínbúðirnar hætti viðskiptum við Rapyd. En það runnu hins vegar á okkur tvær grímur þegar við lásum eftirfarandi í útboðsupplýsingunum: “Samið verður við einn aðila um þessi viðskipti á grundvelli lægsta boðs.” Mun Rapyd þá einfaldlega komast upp með að bjóða lægst og hreppa hnossið á ný? Mun ekki þurfa að taka (viðskipta)siðferði með í reikninginn? Það væri algerlega siðlaust af Vínbúðunum að semja við Rapyd. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi hefur stofnandi og forstjóri Rapyd á alþjóðavísu, Arik Shtilman, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísraelsher í stríðinu á Gaza og hefur sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem ísraelski herinn nái markmiðum sínum. Í annan stað er Rapyd beinn þáttakandi í stríðinu á Gaza þar sem fyrirtækið hefur sett upp “war room” þar sem það vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til andstæðinga ísraelska hersins. Þannig notar Rapyd aðgang sinn að fjármálakerfum heimsins í stríðsrekstri í Ísrael í samvinnu við hernaðaryfirvöld þar. Í þriðja lagi er Rapyd með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna. Þessar landránsbyggðir eru skýrt brot á alþjóðalögum eins og ítrekað var í nýlegum úrskurði Alþjóðadómstólsins - og í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Það gengur því þvert á stefnu Íslands að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður með beinum hætti við landrán sem er klárt brot á alþjóðalögum. Ríkisstjórnir margra landa hafa varað fyrirtæki við að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraela, nú síðast Noregur. Í fjórða lagi er vert að benda á að síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, væru Vínbúðirnar, sem eru undir beinni stjórn íslenska ríkisins og rekin á ábyrgð ríkissjóðs að semja við fyrirtæki sem hefði tekið beinan þátt í þjóðarmorði. Það getur ríkisstofnun ekki verið þekkt fyrir að gera. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hafi hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið, eins og sjá má á vefsíðunni https://hirdir.is/. Það væri fráleitt að Vínbúðirnar gengju þvert gegn vilja almennings með því að semja við fyrirtæki sem meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við. Þegar öll þessi atriði eru skoðað af sanngirni og heiðarleika er niðurstaðan sú að Vínbúðirnar mega alls ekki semja við Rapyd. Við vonumst til að geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum en ef ekki þá væri kannski lag að fara að leita annað með áfengiskaup enda valmöguleikarnir aukist mikið í þeim efnum upp á síðkastið. Undirritaðar hafa verið sauðtryggir viðskiptavinir Vínbúðanna og eru jafnframt meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun