Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 06:55 Trump og Harris fara nú hratt yfir og freista þess að ná til sem flestra kjósenda. AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira