Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 12:21 Evan Gershkovich (t.v.) og Paul Whelan (t.v.), tveir bandarískir borgarar sem Rússar hafa haldið föngnum fyrir sakir sem vestræn stjórnvöld telja uppdiktaðar. AP Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“. Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52