Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2024 14:19 Viðmælendur fréttastofu voru ánægðir með embættisverk Guðna undanfarin átta ár. Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“ Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“
Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira