Góða skemmtun kæru landsmenn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 16:00 Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar