Úrkoman í júlí sló met Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 09:55 Regnhlífar hafa sést víða um land þetta sumarið. Oft var þörf og jafnvel nauðsyn. Vísir/Vilhelm Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,0 stig. Það er 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 11,0 stig og 10,6 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu en það var svalara sunnanlands. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en kaldast á Suðvesturlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,7 stig á Staðarhól í Aðaldal. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,6 stig á Þingvöllum. Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í júlí miðað við síðustu tíu ár (2014 til 2023). Meðalhiti mánaðarins var hæstur 12,7 stig á Akureyri, en lægstur 5,7 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 7,8 stig í Seley. Hæsti hiti mánaðarins mældist 27,5 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 14. Mest frost í mánuðinum mældist -2,0 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -1,6 stig í Svartárkoti þ. 8. Úrkoma Það var óvenju blautt á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum á Vesturlandi er júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur, t.d. á Ásgarði, Lambavatni og Hjarðarfelli. Mikið vatnsveður gerði á Vesturlandi dagana 13. og 14. júlí, þá sérstaklega á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Því fylgdu miklir vatnavextir og einhverjar skriður féllu á þessum svæðum. Úrkoman mældist langmest í Grundarfirði þessa daga. Sólarhringsúrkoman að morgni þess 14. mældist 227 mm sem er mesta úrkoma mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Einnig var mjög úrkomusamt á Tröllaskaga og í Skagafirði dagana 21. og 22. júlí. Mest mældist úrkoman á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrar aurskriður féllu í kjölfarið á þessu svæði. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur í Reykjavík. Úrkoman mældist 89,7 mm sem er 80% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 (júlí 2014 var þó álíka blautur og nú). Á Akureyri mældist úrkoman 24,4 mm sem er um 70% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 56,7 mm og 61,5 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13 sem er 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga sem eru 1 fleiri en í meðalári. Sólskinsstundafjöldi Það var þungbúið í Reykjavík í júlí. Sólskinsstundir mældust 110,9 sem er 72,3 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 175,0 sem er 22,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur Vindur á landsvísu var 0,6 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Suð- og suðvestlægar áttir voru tíðastar í mánuðinum. Hvassast var dagana 11. til 13. (sunnanátt), 22. (suðvestanátt) og 31. (suðaustanátt). Loftþrýstingur Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,2 hPa og er það 5,0 hPa undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er lægsti meðalloftþrýstingur í júlí síðan 1964. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1018,1 hPa á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi og í Skaftafelli þ. 13. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 983,3 hPa á Raufarhöfn þ. 22. Fyrstu sjö mánuðir ársins Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 4,3 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhiti fyrstu sjö mánaða ársins raðast í 62. hlýjasta sæti á lista 154 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sjö 3,5 stig sem er 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhitinn þar raðast í 61. hlýjasta sæti á lista 144 ára. Heildarúrkoma í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins mældist 443,3 mm sem er um 95% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist heildarúrkoma mánaðanna sjö 321,1 mm sem er um 20% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,0 stig. Það er 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 11,0 stig og 10,6 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu en það var svalara sunnanlands. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en kaldast á Suðvesturlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,7 stig á Staðarhól í Aðaldal. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,6 stig á Þingvöllum. Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í júlí miðað við síðustu tíu ár (2014 til 2023). Meðalhiti mánaðarins var hæstur 12,7 stig á Akureyri, en lægstur 5,7 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 7,8 stig í Seley. Hæsti hiti mánaðarins mældist 27,5 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 14. Mest frost í mánuðinum mældist -2,0 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -1,6 stig í Svartárkoti þ. 8. Úrkoma Það var óvenju blautt á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum á Vesturlandi er júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur, t.d. á Ásgarði, Lambavatni og Hjarðarfelli. Mikið vatnsveður gerði á Vesturlandi dagana 13. og 14. júlí, þá sérstaklega á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Því fylgdu miklir vatnavextir og einhverjar skriður féllu á þessum svæðum. Úrkoman mældist langmest í Grundarfirði þessa daga. Sólarhringsúrkoman að morgni þess 14. mældist 227 mm sem er mesta úrkoma mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Einnig var mjög úrkomusamt á Tröllaskaga og í Skagafirði dagana 21. og 22. júlí. Mest mældist úrkoman á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrar aurskriður féllu í kjölfarið á þessu svæði. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur í Reykjavík. Úrkoman mældist 89,7 mm sem er 80% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 (júlí 2014 var þó álíka blautur og nú). Á Akureyri mældist úrkoman 24,4 mm sem er um 70% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 56,7 mm og 61,5 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13 sem er 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga sem eru 1 fleiri en í meðalári. Sólskinsstundafjöldi Það var þungbúið í Reykjavík í júlí. Sólskinsstundir mældust 110,9 sem er 72,3 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 175,0 sem er 22,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur Vindur á landsvísu var 0,6 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Suð- og suðvestlægar áttir voru tíðastar í mánuðinum. Hvassast var dagana 11. til 13. (sunnanátt), 22. (suðvestanátt) og 31. (suðaustanátt). Loftþrýstingur Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,2 hPa og er það 5,0 hPa undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er lægsti meðalloftþrýstingur í júlí síðan 1964. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1018,1 hPa á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi og í Skaftafelli þ. 13. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 983,3 hPa á Raufarhöfn þ. 22. Fyrstu sjö mánuðir ársins Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 4,3 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhiti fyrstu sjö mánaða ársins raðast í 62. hlýjasta sæti á lista 154 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sjö 3,5 stig sem er 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhitinn þar raðast í 61. hlýjasta sæti á lista 144 ára. Heildarúrkoma í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins mældist 443,3 mm sem er um 95% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist heildarúrkoma mánaðanna sjö 321,1 mm sem er um 20% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.
Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira