Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 11:08 Frá Herjólfsdal um verslunarmannahelgi. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti. Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira