Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 17:34 Alvarlegt atvik kom upp í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær. vísir Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira