Myndum við henda leiðbeiningunum? Einar G. Harðarson skrifar 5. ágúst 2024 10:01 Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Trúmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar