Myndum við henda leiðbeiningunum? Einar G. Harðarson skrifar 5. ágúst 2024 10:01 Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Trúmál Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar