Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira