Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Sjá meira