Walz sniðugur veiðimaður sem höfði til karla á miðjum aldri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 23:42 „Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ segir Friðjón um Walz. EPA/Vísir/Vilhelm Það á eftir að koma í ljós hvort Tim Walz, ríkisstjóri Minnesotaríkis og varaforsetaefni Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata í Bandaríkjunum sé betra val en Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníuríkis, en þeir tveir höfðu komið helst til greina. Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Þetta sagði Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er frá miðvesturríkjunum og hann höfðar til karla á miðjum aldri. Hann er veiðimaður og skemmtilegur í viðtölum. Hann er svolítið sniðugur,“ sagði Friðjón um Walz. Hann er þó ekki viss um að val Kamölu muni skipta sköpum í kosningabaráttu hennar gegn Donald Trump, þar sem að varaforsetar hafi almennt ekki mikil áhrif. „Valið sýnir samt dómgreind forsetaefnisins, og hvert hún er að stefna. Hún er augljóslega að horfa til þess að Demókratar þurfa Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Og Walz getur höfðað til kjósenda í þeim ríkjum.“ Undanfarið hafa Demókratar tekið upp á því að kalla Donald Trump og meðlimi Repúblikanaflokksins „skrýtna“. Walz er sagður upphafsmaður þess. Er þetta góð taktík að þínu mati? „Já, hún hefur allavega virkað fyrir hann. Hann er orðinn varaforsetaefni. Hann vakti athygli með þessu. Þetta er pínu fyndið. Ég meina, þeir eru skrýtnir, allavegana skoðanir þeirra, finnst mér,“ segir Friðjón. „Þetta er ekki bein árás. Leiðin til að draga fram eitthvað sem fólki líkar ekki við hjá andstæðingnum er oft að gera grín að þeim frekar en að fara í beina árás.“ Friðjón segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna vestanhafs að svo stöddu. Skoðanakannanir séu hnífjafnar. „En Kamala Harris og Demókratar eru í sókn og Trump er í vörn.“ Sjálfur segist hann alls ekki vilja sjá að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira