Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 15:11 Sigketill við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli sem ljósmyndarinn RAX flaug yfir og myndaði í morgun. RAX Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“ Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47